Fá lönd gengu jafn langt og Ísland í gæða- og öryggiskröfum þegar ný GDPR reglugerð var innleidd á Evrópusvæðinu.
Við hjá Tímatali höfum tekið nauðsynleg skref, bæði innan kerfisins sem og utan, sem þarf að taka til þess að verða GDPR-ready. Allir gagnagrunnar voru færðir inn á EES-svæðið, eða nánar tiltekið til Írlands. Hýsing vefkerfisins á sér einnig stað þar.
Inni í Tímatalinu hefur þú þar að auki þau tól sem gera þér kleyft að standast þessar reglugerðir algerlega, sama hvort það tengist gagnaeyðslu eða skyldu fyrirtækja til þess að geta afhent gögn um viðskiptavini til þeirra sem eiga þau: viðskiptavinanna sjálfra.
Við höfum byggt persónuvernd og meðhöndlun gagna inn í skilmálana okkar, og höfum þar að auki útbúið persónuverndarstefnu og gagnavinnsluskilmála.
Við hvetjum þig til þess að kynna þér GDPR og nýju persónuverndarlöggjöfina, en besta leiðin til þess er að heimsækja vefsetur persónuverndar.
Við stækkum íslenskan þjónustumarkað
519-4040
timatal@timatal.is